þriðjudagur, júlí 12, 2005
tíminn flýgur
ég skrifaði eitthvað hér síðast á fimmtudaginn, mér líður eins og það hafi verið í gær! það hefur lítið gerst síðan sem er fréttnæmt, látum okkur nú sjá, mamma og pabbi komust óhult til Landsins. Sem er mjög gott. Mikið um Security Alerts í London þessa dagana og það mátti minnstu muna að þau kæmust í flug mehehehe.....Síðan byrjaði ný vinnuvika hjá mér, og lítið verið gert síðan..... Í dag er aðeins vika í Landsmót skáta sem haldið verður á Úlfljótsvatni þetta árið. Þar verð ég í hlutverki "fjallamömmu" þ.e. sú sem að eldar matinn ;) ætti nú alveg að geta það, spagetti er reyndar alltaf erfitt að elda, hvað þá ofan í 70 munna. Vona bara að það verði Aldrei spagetti! hehehe.
|
|