mánudagur, júní 27, 2005
sko mig :)
... rétt í þessu var gaur af efri hæðinni að hringja dyrabjöllunni hjá mér til að fá lánaðan símann minn!! Einhver sem ég hef aldrei séð áður, mjög vírd. Fékk sko heimasímann minn að láni til að tékka hvort símalínan eða síminn hans væru eitthvað í ólægi :) skrítið............ Ég er orðin ótrúlega dugleg, labba núna alltaf heim úr vinnunni, það er ekkert smá hressandi. Það er gott að vera byrjaður að hreyfa sig smá,þá kannski, hugsanlega, mögulega, ef ég verð úberdugleg fara að renna af mér 1< kíló. Allavega er ég með strengi í fótunum ;) .....
|
|
föstudagur, júní 24, 2005
I´m back, i´m back you know it, uhhhh
Ég hef ákveðið að reyna að skrifa eitthvað hérna, aðeins reglulegar en ég hef verið að gera ;) ... Það er náttúrulega þannig að ég er byrjuð að hanga meira á netinu en undanfarna mánuði. Komin með sæmilegri tölvu og betri tengingu og svo er tölvan (ennþá) í stofunni, en það stendur til bóta. Hún skal nefnilega færð inní geymslu/tölvuherbergi. Hmmm já fyrir þá sem ekki vita þá er ég, sem varð aftur lítil þegar ég var 18, flutt að heiman aftur. Þetta var nú samt aðeins formlegara í þetta skiptið, ekki bara einar buxur í einu heldur allur pakkinn. Er orðin virðulegur námsmannaíbúðarleigjandi, fúff, þetta var svolítið lang orð. Var ekkert smá kvíðin fyrir því að flytja frá mömmunni minni, en það reyndist pís of keik. Þetta er bara Æðislegt. :) við erum búin að sanka að okkur ýmislegu dóti. Svo er Kolbrún vinkona mín að geyma fullt af dóti hjá mér, sem er MJÖG heppilegt :) takk fyrir það
|
|