<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 06, 2004

Letidagur 

Vá hvað þessi dagur er búinn að vera skrítinn! Ég vaknaði að vanda til að keyra kallinn í vinnuna, svo ég gæti haft bílinn til að gera fullt af hlutum auk þess að komast í skólann án þess að þurfa að taka strætó. HMMM en gerði ég þessa hluti, ónei! þegar ég vaknaði var ég með vott af hövuðverk svo ég nennti ekki að gera neitt um leið og ég kom heim. Fór svo endanlega framúr um hálf 11. Það tók mig ekki nema réttar 2 klukkustundir að koma mér í að skúra neðri hæðina heima hjá mér!!!!!!!! Vá hvað ég var ekkkkki að nenna því. Það tókst samt að lokum. En það sem sat á hakanum var samt sem áður :að fara í tryggingastofnun, Eflingu stéttarfélag, Bís og ræktina. djís verð að drullast í þetta á morgun. En það segir einmitt sá lati ;) Svo mætti ég í skólann og viti menn! Hann Jón kennari hann er eirðarlausari en nemendur sínir, og líkt og oft áður þá hleypti hann okkur 45 mínútum fyrr út úr tíma, sem þýddi það að ég varð gjörasvovel að bíða eftir tímanum sem byrjar klukkan 4. Það er einmitt ástæðan fyrir að ég er að skrifa þetta bull. Er nebbla búin að skoða allar bloggsíður 2 sinnum í dag og nenni ekki að glápa út í loftið. Skátafundur og vinna eru svo á dagskránni seinna í dag.... jibbí........ Money talks, bullshit walks

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com