<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 20, 2004

Ótrúlega skemmtilegir dagar!! 

Vá það er búið að vera svo gaman í skólanum undanfarna 3 daga!! Það eru búnir að vera svona þemadagar þar sem nemendur og kennarar búa til "smiðjur" sem maður getur farið í. Ég er búin að fara í bíó, smíða mér skartgripi úr nýjasilfri og þæfa ull í svona eiginlega trefilssjal. Veit ekki alveg hvort ég á að kalla þetta trefil eða sjal þetta er eiginlega svona mitt á milli. Vá hann er svo GEÐVEIKT FLOTTUR ef ég segji sjálf frá. Ógeð gaman. ég er pottþétt að fara i það að búa til jólagjafir ;)

|

miðvikudagur, október 13, 2004

Elfa á Íslandi :) 

Ég fór á kaffihús í gær, með engri annari en henni Elfu minni. Sem ég bjóst alls ekki við að sjá fyrr en í fyrsta lagi um jólin! Það var algjört æði. Við fórum á Vegamót og ég svindlaði og fékk mér bjór og nachos (já ég veit, en Elfa er góð afsökun;) kíktum svo aðeins á Brennsluna. Eftir kaffihúsið þurfti ég að taka bensín, sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég skrifaði síðustu færslu og gleymdi hreinlega í öllum látunum að segja frá skemmtilega kvöldinu mínu :S :) En ég er nú búin að bæta úr því...

|

þriðjudagur, október 12, 2004

Leggjum bílunum! 

Bensín verðið hækkaði í dag í 107,9 krónur líterinn í sjálfsafgreiðslu!!!!! Sem þýðir að í þjónustu kostar hann yfir 113 kr. En hver lætur eiginlega dæla fyrir sig á þessu verði? Það kom einu sinni kona til mín sem bað mig að reikna út mismuninn á því að láta fylla bílinn sinn í þjónustu eða ef hún gerði það sjálf (lét nota bene dæla fyrir sig í það skiptið) þetta var ca. 220 króna munur. Sem þýðir kannski 500-1000 krónur á mánuði, hverjum munar ekki um þann pening? Og bara fyrir það eitt að standa og dæla bensíninu sjálfur! Tekur um það bil 3 mínútur. Þetta er án gríns mikið umhugsunarefni hjá mér núna, er alvarlega að pæla í að taka hjólið oftar út og nota það frekar en bílinn. Maður er ekki moldríkur!

|

dadara 

Í síðustu viku (hmmmm er ekki búin að skrifa neitt síðan þá, skammmmmm) náði ég að gera allt sem ég ætlaði mér að gera, æj þarna sem ég taldi upp í síðustu færslu. Þessa dagana gengur allt sinn vanagang, fyrir utan að ég mætti ekki í Survivor-kvöld hjá Kolbrúnu og co, en það eru alveg ástæður fyrir því eins og öllu öðru. Hvaða vitleysa er þetta í mér! VANAGANG HVAÐ? Elfa er komin í heimsókn á klakann!! Vá verð að hitta hana, allavega í mýflugumynd :) Æjjjj svo er ég að vona að systur minni batni í vikunni, ég vil ekki að hún sé veik!!!!

|

miðvikudagur, október 06, 2004

Letidagur 

Vá hvað þessi dagur er búinn að vera skrítinn! Ég vaknaði að vanda til að keyra kallinn í vinnuna, svo ég gæti haft bílinn til að gera fullt af hlutum auk þess að komast í skólann án þess að þurfa að taka strætó. HMMM en gerði ég þessa hluti, ónei! þegar ég vaknaði var ég með vott af hövuðverk svo ég nennti ekki að gera neitt um leið og ég kom heim. Fór svo endanlega framúr um hálf 11. Það tók mig ekki nema réttar 2 klukkustundir að koma mér í að skúra neðri hæðina heima hjá mér!!!!!!!! Vá hvað ég var ekkkkki að nenna því. Það tókst samt að lokum. En það sem sat á hakanum var samt sem áður :að fara í tryggingastofnun, Eflingu stéttarfélag, Bís og ræktina. djís verð að drullast í þetta á morgun. En það segir einmitt sá lati ;) Svo mætti ég í skólann og viti menn! Hann Jón kennari hann er eirðarlausari en nemendur sínir, og líkt og oft áður þá hleypti hann okkur 45 mínútum fyrr út úr tíma, sem þýddi það að ég varð gjörasvovel að bíða eftir tímanum sem byrjar klukkan 4. Það er einmitt ástæðan fyrir að ég er að skrifa þetta bull. Er nebbla búin að skoða allar bloggsíður 2 sinnum í dag og nenni ekki að glápa út í loftið. Skátafundur og vinna eru svo á dagskránni seinna í dag.... jibbí........ Money talks, bullshit walks

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com