<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 08, 2004

Fólk er oft að skamma mig fyrir að blogga aldrei. well ef ég ætti tölvu sem væri laus við vírus þá gæti ég kannski gert það! arg hata tölvur, nei afsakið ég hata vírusa! En allavega, það er alveg hellingur búin að gerast síðan ég skrifaði síðast. Það sem er kannski mest frásögu færandi er að Sumarbúðirnar eru búnar hmmm sumir hugsa kannski HA búnar, en jú sjáið til þannig er það nú bara að allir krakkar eru byrjaðir í skólanum. Já og ég líka. Júhú :) ég er núna í Iðnskólanum í Hafnarfirði að búa mig undir að fara að læra húsgagnasmíði og það er alveg frábært. Meira að frétta? Harpa vinkona mín er búin að eignast lítinn engil. Hann kom í heiminn 16. ágúst. Og Elfa er farin til Baunalands að passa börn og skemmta sér :) Jæja en nú verð ég að kveðja því ég verð að koma mér í að sækja Jónas í vinnuna :) ég lofa að skrifa oftar ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com