þriðjudagur, september 14, 2004
Annasamur dagur þessi þriðjudagur. Byrjaði daginn á skólanum :) en þriðjudagar eru einmitt eini dagur vikunnar sem ég þarf að mæta klukkan 8 í skólann. Þetta var reyndar einhver svefngalsa dagur hjá mér, og knoll og tott sem eru með mér í 2 tímum voru sprenghlæjilegir. Síðan fór ég og eyddi fullt af peningum í limalind. keypti mér bol og bol á Jónas og afmælispakka handa Unni Helgu sem átti afmæli á laugardaginn, og ætlar að bjóða "gamla" fólkinu í kaffi í kvöld hehehehehe ..... Síðan er Bjarki að fara að líta á bílinn sem ég ætla kannski að fara að kaupa. Toyota brummi ;) sem eyðir aðeins minna bensíni en kraftbrumminn minn. osvo osvo er ég kannski að fara til Akureyris um helgina!
|
|