<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 12, 2004

Þetta var æðisleg helgi. Heilir 3 dagar og rúmlega það í að slaka á :) bros útað eyrum. Gerði líka margt skemmtilegt, eins og kíkja í bíó og heimsækja Baldvin og Ernu(þótt fyrr hefði verið!) Erla og bumbubúinn komu líka í heimsókn til mín. Vá ég er að verða "fósturmamma" eftir rétt rúma 4 mánuði vúhú :) Hlakka ekkert smá til!!! Ég elska lítil krútt. Eins og þið kannski sjáið þá er ég læknuð af Úlla-þreytunni sem hrjáði mig mikið í síðustu viku og er búin að taka gleði mína á ný. Hmmmmm annars vissi engin nema mínir allra nánustu (og vinnufélagarnir) af þessari sérkennilegu þreytu þarna um daginn. En er það skrýtið að maður verði pínu foj þegar maður er ekki búinn að eiga lengra frí en 1 dag í heilan mánuð?? Að vísu eru þá ekki talnir með dagarnir sem ég fór heim eina nótt, því það nær ekki sólarhringsfríi og það er þá er það varla frí er það??? Allavegana þá er ég bara í gúddí fílíng ;) sí jú aránd

|

þriðjudagur, júlí 06, 2004

viðburðaríkur dagur Með Meiru!!!! Barn sem fékk kúlu á haus, annað sem fékk risastóran skurð á puttann og enn annað sem fékk gat á hausinn, je minn eini fjú... Það var sem sagt ein Reykjavíkurferð og ein Selfossferð í kvöld, ekki beint það sem maður óskar sér hmmmm..... Annars er bara fínt að frétta sko, er að fara í langþráð frí um helgina!!! :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com