þriðjudagur, maí 04, 2004
Edda Björk vinkona mín hefur bæst í hóp bloggara :) jibbí jei! Allt gott í fréttum eins og alltaf þessa dagana. Fékk reyndar útborgað undir fátæktarmörkum. uhhh kannski ekki gott að segja þetta þegar það er fullt af fólki sem þarf að lifa þannig, en ég meina hey! 60000, er ekki mikið að lifa á þegar það er 6000 eftir þegar ég er búin að borga allt. Já og nei því ég á eftir að láta skoða bílinn. KRÆST! Jæja en fyrir utan það er allt gott. Bara mánuður eftir hjá Shell og svo tekur við skátavinnan í sumar og mjög líklega skóli í haust. Hvaða skóli??? það er ekki vitað enn.
|
|