fimmtudagur, apríl 22, 2004
GLEÐILEGT SUMAR ALLE SAMMEN!! :) mikið rosaslega er þessi málingarvinna búin að taka langan tíma. Ég er alveg að koxa á þessu. En það er bara einn veggur eftir, sem ég hefði notabene getað klárað í gær ef MÁLINGIN hefði ekki klárast :( EN þetta klárast á morgun! Þá getum við farið að taka límbandið af listunum og komið dótinu fyrir. Mamma þarf svo að finna gamla sjónvarpið sem hún ætlaði að láta okkur fá og svona. KOMA SVO!!!!
|
|
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Þá er ég orðin árinu eldri en ég var í gær ;) .... Líður bara vel og er að rembast við að mála eitt herbergi í húsinu. Við ætlum að nota það sem sjónvarpsherbergi. Held að nágrannarnir haldi samt að ég sé að búa til barnaherbergi hehehehe fékk skrítið lúkk frá konunni við hliðiná í þegar ég stóð í gær að mála gluggann. Mér finnst það svo sem ekkert skrítið því ég hef fitnað meir en góðu hófi gegnir síðustu misseri. Er næstum að skríða í sögulegt hámark :/ EN ÞAÐ STENDUR TIL BÓTA!!! Ræktin um leið og ég fæ peninga um mánaðarmótin!!!
|
|
mánudagur, apríl 05, 2004
Allt er gott sem endar vel!! Fösturdagurinn endaði vel og helgin var bara mjög góð. Ég fékk stórt rúm í herbergið mitt, samt ekki of stórt, samt það stórt að okkur finnst við týna hvort öðru í því. Það er heldur engin smá breyting að fara úr 90 cm breiðu rúmi í 135 cm ;). Hólmgarðurinn er úr sögunni. Enduðum svo gærkvöldið á að fara að sjá P.O.T.C. sem ég á ekki orð yfir.
|
|
föstudagur, apríl 02, 2004
Þetta er búið að vera glataður dagur. Ég er búin að vera alveg óstjórnlega döpur. Ég ætlaði í leikhús í kvöld, ég er bara enganveginn stemd í það :( ég þoli ekki svona daga. Af hverju geta konur(ég) bara farið á þetta mánaðarlega án þess að fá svona rosalega fyrirtíðarspennu????? Já Mér Er Spurn.
|
|
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Getiði hvað ég gerði í dag?!?! Ég drakk ógeðsdrykk með fullt af hlæjandi krakkapúkum fyrir framan mig, uppskriftin var þessi : Jarðaberjaíssósa, jarðaberjasulta, egg, sinnep, hakkaðir tómatar og súrmjólk. þetta smakkaðist hreint viðbjóðslega. Jú og hver var tilgangurinn? Jú hann var sá að skemmta púkunum á afmælisfundi skátafélagsins sem varð 35 ára á mánudaginn. :) Svo eru miklar pælingar í gangi varðandi pínulitla og krúttlega íbúð í Hólmgarðinum. Meira að segja í sama húsi og gamla skátafélagið mitt. Enn það eru ennþá AÐEINS PÆLINGAR. Bara svo að fólk fái ekki flogakast yfir því að ég skuli vera að fara að búa strax. Eins gott að hafa svona hluti á hreinu!!! .... Það er nefnilega þannig að fólk getur verið ansi fljótt að dæma gjörðir annarra. Sem ég skil alveg ósköp vel sjálf, hef oftar en ekki staðið í þeim sporum
|
|