<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 24, 2004

Þá er loksins komið að því að ég fer að nota þessa síðu mína sem ég byrjaði að setja upp snemma í haust, eins og þið kannski sjáið. Þannig er nú mál með vexti að Upsaid(drasl) er að hætta með ókeypis blogg. Glætan spætan að maður tími að borga fyrir þetta ruglumraus ;) þannig að þá er bara að skipta.... Var á mjög skemmtilegu og spennandi skátaþingi um síðustu helgi þar sem kosinn var nýr skátahöfðingi. Sem í fyrsta sinn er kona! Hún heitir Margrét Tómasdóttir. Síðan var nú jú aðeins kíkt út á lífið á laugardagskvöldinu. Þegar ég hugsa um það þá er liðinn alveg mánuður frá því síðast. En það var einmitt í afmælinu hans Tandra gamla ;) Annars lifi ég bara lífinu lifandi þessa dagana og er í góðu fjöri

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com